Karl opnar Balmoral-kastala og seldist upp strax

Fjölskyldan naut hvers sumars í Balmoral kastala.
Fjölskyldan naut hvers sumars í Balmoral kastala. AFP

Í sumar mun almenningur fá tækifæri til þess að upplifa Balmoral kastala á nýjan hátt. Gestir kastalans munu fá að skoða rými sem aldrei áður hafa verið opin almenningi. 

Ljóst er að áhuginn er mikill en það seldist upp í allar skoðunarferðirnar á einum sólarhring en aðeins tíu manns fá að vera í hverri ferð. Sagt er að verið sé að kanna hvernig staðurinn þoli aukinn gestagang en almenningur bindur vonir við að þetta sé til marks um það sem koma skal í framtíðinni.

Kastalinn er í þriggja klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð norður frá Ed­in­borg en hann var í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu II. Bretlandsdrottningu og varði hún öllum sumrum þar ásamt fjölskyldu sinni.

Karl III. kóngur hefur með þessu frumkvæði sýnt að hann vilji gera jarðir og eignir krúnunnar mun aðgengilegri almenningi. Þá er hann líka að gefa fólki tækifæri að skoða austur álmu Buckingham hallar í fyrsta sinn í sumar en í þeirri álmu má finna svalirnar frægu sem kóngafólkið safnast saman á við sérstök tækifæri.

Harry og Vilhjálmur dvöldu í Balmoral með föður sínum eftir …
Harry og Vilhjálmur dvöldu í Balmoral með föður sínum eftir að Díana prinsessa lést árið 1997. AFP
Elísabet drottning í Balmoral ásamt börnum sínum Karli og Önnu.
Elísabet drottning í Balmoral ásamt börnum sínum Karli og Önnu. -
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert