Íhuga að banna áfengi um borð

Scotrail íhugar áfengisbann um borð.
Scotrail íhugar áfengisbann um borð. Ljósmynd/Pixabay

Skoska járnbrautarlestarfélagið Scotrail íhugar nú að banna neyslu áfengis um borð í öllum lestum sínum. 

Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi í Skotlandi og fyrirtækið er sagt íhuga að innleiða áfengisbannið í leiðinni. Áfengisbannið er sagt munu verða kærkomið fyrir starfsfólk járnbrautarlestanna sem oft þarf að glíma við drukkna farþega. 

„Við höfum alltaf haft áhyggjur af andfélagslegri hegðun og árásum á starfsfólk um borð, þetta hefur lengi verið vandamál,“ sagði Mick Hogg, svæðisstjóri stéttarfélags starfsfólks í samgönguiðnaðinum.

Hogg sagði félagið lengi hafa barist fyrir áfengisbanni. Nú í heimsfaraldrinum hefði starfsfólk þurft að bregðast í auknum mæli við farþegum sem ekki vilji bera grímu í almenningssamgöngum.

Þótt áfengisbann yrði kærkomið fyrir starfsfólk Scotrail segir Hogg að erfitt yrði að framfylgja því. Starfsfólkið hafi nú þegar næg verkefni á sínum höndum um borð.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert