Sangría og leyndarmál með dragdrottningum

Nú er hægt að fara í allskonar ferðalög á netinu.
Nú er hægt að fara í allskonar ferðalög á netinu. mbl.is/skjáskot Airbnb

Ef þú saknar ferðalaga á fjarlægar slóðir og ert búin/n að fara í öll þau nágrannafrí og heimalög (e. staycation) sem völ er á gæti netupplifun á Airbnb verið málið.  

Söluhæsta netupplifunin um þessar mundir er Sangría og leyndarmál með portúgölskum dragdrottningum. Viðburðurinn er í 90 mínútur þar sem dragdrottningarnar kenna þátttakendum að búa til gómsæta drykki. Boðið verður upp á alls konar samtöl, gleði og grín þar sem fólk má búast við að dansa og skemmta sér með fólki víðsvegar um heiminn.

Sangría er vinsæll drykkur í Portúgal.
Sangría er vinsæll drykkur í Portúgal. mbl.is/skjáskot Airbnb
Það er kátt á hjalla hjá dragdrottningunum frá Portúgal.
Það er kátt á hjalla hjá dragdrottningunum frá Portúgal. mbl.is/skjáskot Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert