5 bestu tónleikaferðir sumarsins í Evrópu

Anthony Delanoix/Unsplash

Það er fátt skemmtilegra en að skella sér á tryllta tónleika og hvað þá á heitu sumarkvöldi í Evrópu! Stórstjörnur eiga ekki alltaf leið hjá á litlu ís skeri norður í Atlantshafi, en stundum er gaman að leyfa sér að loksins láta verða að draumatónleikum í skemmtilegri borg og í góðum félagsskap. Það er alls ekki of seint að krydda sumarið upp. Flugið þarf hins vegar ekki að vera langt ef planið er aðeins að skreppa í helgarferð og upplifa ógleymanlega tóna.

Enn eru óseldir miðar á ýmsa tónleika sem oft bjóða upp á fjölmargar dagsetningar.

Við tókum saman 10 áhugaverðustu tónleika sem haldir verða víðs vegar um Evrópu í sumar:

1. Nicki Minaj 12. júní í Stokkhólmi

Bandaríska rappdrottningin Onika Tanya Maraj-Petty, betur þekkt sem Nicki Minaj, mætir til Evrópu í sumar og búast má við skrautlegu sjónarspili.

AFP/ Angela Weiss

3. Doja Cat 27. júní í Mílanó

Hin 28 ára gamla Amala Ratna Zandile Dlamini, betur þekkt undir sviðsnafninu Doja Cat, gaf út sína a fyrstu plötu, Amala, árið 2018 og hefur átt smellinn á fætur öðrum síðan þá.

AFP/Angela Weiss

2. Travis Scott 11. júlí í London

Travis Scott, einn frægasti rappari heims verður á tónleikaferðalagi í kringum hnöttinn sem hann kallar UTOPIA – Circus Maximus World Tour, og stoppar meðal annars á Englandi.

AFP

4. Adele 2. ágúst í München

Adele hefur sést aðeins í fáein skipti á sviði í Evrópu undanfarin ár en mun halda ferna tónleika í þýsku borginni München í ágúst. Ekki missa af henni!

AFP/ Niklas Halle´n

5. Coldplay 21. ágúst í Vínarborg 

Coldplay strákarnir hafa farið sigurför um heiminn á tónleikaferðalagi sínu Music of the Spheres, sem er líka heitið á nýjustu plötunni þeirra sem kom út árið 2021.

AFP/ Adrian Dennis

EuropeTripDeals

Pitchfork

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert