Úrval-Útsýn fellir niður öll flug til Tenerife

Úrval-Útsýn hefur fellt niður öll bein flug til Tenerife og Kanarí frá 19. desember til 31. janúar.

„Þessi ákvörðun var tekin sökum þess að aðstæður á eyjunum eru ekki eins og þær venjulega eiga að vera á sólaráfangastöðum okkar. Eins var ekki hægt að tryggja nægilega þátttöku í þessum flugum. Þetta eru aðstæður sem eru okkur að öllu óviðráðanlegar. 

Við höfðum haldið í vonina um að aðstæður myndu breytast til hins betra með komandi tíma, en nú er verið að herða reglurnar á Kanaríeyjunum og því aðstæður þar ekki beint spennandi fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar.  

„Þrátt fyrri niðurfelld bein flug til Tenerife og Kanarí höldum við áfram að aðstoða fólk með ferðirnar sínar um allan heim,“ segir hún. 

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar.
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is