Heitustu og sjálfbærustu staðirnir 2021

Flórens.
Flórens. AFP

Lonely Pla­net gaf nýlega út það heitasta í ferðaþjónustu á næsta ári. Listinn í ár er óvenjulegur og er sagður hvatning til lesenda til að ferðast með ábyrgum hætti og stuðla að jákvæðum breytingum.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem Lonely Planet mælir með fyrir árið 2021 fyrir fólk sem vill stuðla að sjálfbærni. 

Besta gangan

Le Vie di Dante – Vegir Dantes á Ítalíu

Í göngunni er gengin sama leið og Dante gerði fyrir 700 árum. Gengið frá grafreit hans í Ravenna að fæðingarstað hans í Flórens. Ferðin er löng eða 395 kílómetrar og fólk gengur eins lengi og það kýs. 

Besta matarferðin

Grikkland

Lífrænn matur, villtar kryddjurtir og sjávarafurðir gera Grikkland að ákjósanlegum kosti þegar sjálfbærni er annars vegar. Græn hugsun í matargerð og ræktun á grænmeti er Grikkjum í blóð borin. 

Aþena.
Aþena. AFP

Áfangastaður á uppleið

Antígva og Barbúda

Eyríkið í Karíbahafinu hefur tekið stór skref í átt að grænum lífsstíl.

Besta borgarferðin

Gautaborg

Vegna umhverfisstefnu Gautaborgar þykir hún fýsilegasti kosturinn. Mörg hótel í borginni standa sig vel og samgöngurnar ganga aðallega fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Sporvagn í Gautaborg.
Sporvagn í Gautaborg. AFPmbl.is

Bloggað um fréttina