Gera lúxushótel inni í sandsteini

Hótelið verður að hluta til inni í sandsteini.
Hótelið verður að hluta til inni í sandsteini. Ljósmynd/Jean Nouvel

Lúxushótelið Sharaan er nú í byggingu í eyðimörkinni í Sádi-Arabíu. Það sem er einstakt við hótelið er að það smíðað inn í sandstein og mun falla á einstakan hátt inn í umhverfið. 

Franski arkitektinn Jean Nouvel á hugmyndina að hótelinu en gert er ráð fyrir að það verði opnað fyrir gestum árið 2023. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa síðastliðið eitt og hálft ár reynt að breyta ímynd landsins og laða til sín ferðamenn. 

Hótelbyggingin mikla er hluti af þeirri markaðsherferð. Nouvel fer með yfirumsjón yfir hönnun hótelsins en hann sótti innblástur í Hegra, sem er á heimsminjaskrá Unesco og var nýlega opnað fyrir almenningi í fyrsta sinn. 

Hér fyrir neðan má sjá tölvuteiknaðar myndir af hótelinu og hvernig það mun líta út í framtíðinni.

Ljósmynd/Jean Nouvel
Ljósmynd/Jean Nouvel
Ljósmynd/Jean Nouvel
Ljósmynd/Jean Nouvel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert