Jólagjöfin fyrir þá sem elska að ferðast

Fallegir fylgihlutir í ferðatöskuna frá sænska fyrirtækinu Organista.
Fallegir fylgihlutir í ferðatöskuna frá sænska fyrirtækinu Organista. mbl.is/skjáskot Instagram

Tíminn í dag er áhugaverður fyrir þær sakir að nú finnur fólk hvað skiptir það mestu máli og finnur friðinn innra með sér. Þeir sem elska að ferðast hafa ekki setið auðum höndum heldur eru að skipuleggja ferðalög framtíðarinnar. 

Ein fallegasta jólagjöfin sem hægt er að gefa ferðaþyrstum Íslendingum er falleg ferðataska eða smátöskur til að nota í ferðatöskuna sem kemur góðu skipulagi á hlutina. 

Sumir eru með allt á sínum stað á heimilinu og það sama má segja um ferðatöskuna. Fyrir þá sem þrá slíkt skipulag er hægt að kaupa alls konar hirslur í skápa og í töskuna á netinu. 

mbl.is