Bláa lónið slær í gegn á heimsvísu

Bláa lónið slær í gegn á heimsvísu.
Bláa lónið slær í gegn á heimsvísu. Ljósmynd/Blue Lagoon Iceland

Bláa lónið trónir á toppi lista yfir mest ljósmynduðu heitu laug í heimi samkvæmt rannsókn Parkdean Resorts, bresks ferðaþjónustufyrirtækis. Parkdean Resorts tók saman niðurstöður á Instagram yfir mest ljóstmynduðu heitu laugar og náttúrulaugar í heiminum. 

Alls eru yfir 100 þúsund myndir merktar með myllumerkinu Blue Lagoon Iceland á Instagram, yfir helmingi fleiri myndir en af heitu lauginni sem er í öðru sæti en það voru Szechenyi-böðin í Ungverjalandi. 

Fleiri íslenskir staðir eru á listanum en Reykjadalur situr í 16. sæti með rúmlega 15 þúsund myndir. Í 21. sæti er Brúarfoss, sem er vissulega ekki heit laug, svo um gæti verið að ræða einhvern rugling í rannsókn Parkdean Resorts. Í grennd við Brúarfoss er hins vegar Hrunalaug sem er vinsæl náttúrulaug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert