Íslenskar ferðagjafir sem slá í gegn

Íslenskar ferðagjafir sem slá í gegn.
Íslenskar ferðagjafir sem slá í gegn. Ljósmynd/Gaukur Hjartarson

Íslensk ferðalög munu halda áfram að vera vinsæl á næsta ári. Því er sniðugt að koma þeim inn í jólapakkana til þeirra sem elska að ferðast. Gjafabréf í hótel, í böð eða þyrluflug er snilldar kostur fyrir þá sem elska að prófa eitthvað nýtt. 

Kosturinn við gjafabréf eru að þau er hægt að kaupa með stuttum fyrirvara því þau þarf ekki endilega að kaupa í persónu og hægt er að prenta þau út heima og pakka fallega inn með litlum undirbúningi. Ef þú ert ekki búin að nýta ferðagjöfina þína frá hinu opinbera getur þú notað hana upp í gjafabréfið.

Þyrluflug á 10 þúsund

Þyrluflug þarf ekki að vera rándýr skemmtun. Þekkir þú einhvern sem langar að prófa að fara í stutt þyrluflug? Þá er gjafabréf frá Helo rétta gjöfin. Um er að ræða 15 mínútna þyrluhopp frá Sandnesi. Inn á vef þeirra er einnig að finna dýrari gjafabréf ef þú ert að leita að stærri gjöf. 

Gjafabréf í Sjóböðin Geosea, Vök Baths eða Krauma

Allar þessar laugar eru einstök upplifun og fullkomið að lauma gjafabréfi í þessar laugar með í gjafapakkann. Sjóböðin Geosea eru fyrir norðan, Vök Baths fyrir austan og Krauma á vesturlandi svo það er úr miklu að velja. 

Bláa lónið

Nú eru síðustu forvöð að drífa sig í Bláa lónið áður en ferðamennirnir fara að láta sjá sig. Gjafabréf í Bláa lónið er snilldar gjöf fyrir þá sem vilja gefa notalega upplifun. 

Gjafabréf Íslandshótela

Að gefa eina til tvær nætur á hótel er hin fullkomna ferðagjöf að mati Ferðavefsins. Gjafabréfið gæti nýst vel í ferðalögum næsta sumar eða verið hið fullkomna helgarfrí í vetur. geo er að finna víðsvegar um landið og því fullkominn fjölbreytileiki fyrir þann sem fær gjöfina. 

Gjafabréf í Vök Baths er góð hugmynd,
Gjafabréf í Vök Baths er góð hugmynd,
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert