Einkaþota Jenner alvörupartíeinkaþota

Kylie Jenner um borð í einkaþotunni sinni.
Kylie Jenner um borð í einkaþotunni sinni. Skjáskot/Instagram

Einkaþota raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner er ekki eins og venjuleg einkaþota, hún er partíeinkaþota. Þotuna keypti hún undir lok ársins 2019 og kostaði hún sex til átta milljarða íslenskra króna. 

Þotan er af gerðinni Global Express Jet og kostar ríflega hálfan milljarð að viðhalda henni á hverju ári. 

Jenner lét innrétta einkaþotuna eftir sínu höfði og er hún fullkomin fyrir öll hennar ævintýri, hvort sem það er partíflug til einkaeyju eða lengra flug til spennandi áfangastaða. 

Þotan er merkt með fölbleikum röndum og inni í henni er ljósaborði sem hægt er að breyta um lit á. Þar er líka sjónvarp fyrir miðri vélinni, leikjaherbergi, svefnherbergi og tvö baðherbergi. 

Vörumerki Jenner eru áberandi um borð en þar má líka finna hönnunarvörur. Til dæmis eru teppin í vélinni frá franska tískuvörumerkinu Hermés. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert