Lára Clausen beraði bossann í Kraumu

Lára Clausen birti mynd af sér njóta lífsins í Kraumu.
Lára Clausen birti mynd af sér njóta lífsins í Kraumu. Skjáskot/Instagram

Jólin eru búin og ekkert annað að gera en hlakka til ferðalaga sumarsins. Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen er að minnsta kosti byrjuð að láta sig dreyma um sumar og áhyggjulaus ferðalög. Lára birti mynd af sér eða öllu heldur afturenda sínum í Kraumu á Instagram og lét sig dreyma um betri tíð. 

Lára sagðist sakna sumarsins og tíma þar sem enginn heimsfaraldur væri. Íslendingar geta þakkað fyrir að hafa ferðast nokkuð áhyggjulausir síðasta sumar. Náttúrulaugar á borð við Kraumu í Borgarfirði voru þá afar vinsælar. „Og já, ekki taka síðasta myndatexta minn alvarlega,“ bætti Lára við og átti þar við myndatexta þar sem hún skrifaði að um væri að ræða aðra mynd þar sem hún væri ekki með rassinn út í loftið. 

Lára er ekki sú eina sem fór í Kraumu á síðasta ári. Íslenskar samfélagsmiðlastjörnur voru duglegar að heimsækja baðstaðinn eins og kom fram í samantekt ferðavefs mbl.is um uppáhalsáfangastaði áhrifavaldanna árið 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert