Dugleg að ferðast á tímum kórónuveirunnar

Salma Hayek.
Salma Hayek. mbl.is/AFP

Salma Hayek hefur ekki látið heimsfaraldur stöðva ferðalög sín. Stutt er síðan hún naut lífsins á Grikklandi að fagna 54 ára afmæli sínu og nú um jólin var hún aftur komin á suðrænar slóðir. Hayek er búsett í London ásamt manni sínum Franco­is-Henri Pinault og dóttur þeirra Valentinu. 

Hayek hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferðalaginu. Þar stillir hún sér upp í sundfötum og dansar gleðidansa á ströndinni.

Hayek er í frábæru formi og kveðst almennt ekki fara í megrun. Hún fer þó reglulega á safakúr til þess að núllstilla sig. „Ég leita mikið í mat þegar ég er undir álagi. Eftir safakúr langar mig meira til þess að borða hollan mat en láta stjórnast af tilfinningum,“ segir Hayek.

mbl.is