Rúrik og Soliani „háskasleik“ í Brasilíu

Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani í „háskasleik“ í Brasilíu.
Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani í „háskasleik“ í Brasilíu. Skjáskot/Instagram

Fótboltamaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og kærasta hans Nathalia Soliani brugðu á leik á náttúruverndarsvæðinu í Pedra Branca í Brasilíu í gær. Rúrik og Nathalia birtu nokkrar myndir af sér þar sem Rúrik hékk fram af kletti.

Kletturinn sem Rúrik hangir fram af virðist hár og fallið mikið en sannleikurinn er hins vegar sá að um tæplega tveggja metra fall er að ræða, ekki nokkur hundruð metra. Kletturinn kallast Pedra do Telégraphe og er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Náttúruverndarsvæðið sem þau gengu um er í grennd við stórborgina Rio de Janeiro hvar þau dvelja þessi misserin.

Rúrik Gíslason skemmti sér vel í fjallgöngu í Brasilíu í …
Rúrik Gíslason skemmti sér vel í fjallgöngu í Brasilíu í gær. Skjáskot/Instagram
Fallið er ekki mikið.
Fallið er ekki mikið. Ljósmynd/Seize The Journey
mbl.is