Fylgjast með hverju fótmáli ferðamanna

Yfirvöld fylgjast nú með öllum þeim sem leggja leið sína …
Yfirvöld fylgjast nú með öllum þeim sem leggja leið sína til Feneyja.

Feneyjar hafa breyst mikið frá því að heimsfaraldurinn hófst. Í upphafi hafði faraldurinn mikil áhrif á eyjunni, enda var algjörlega skrúfað fyrir flæði ferðamanna um allan heim. Nú fylgjast yfirvöld með hverjum ferðamanni sem kemur til Feneyja.

Í september 2020 var eftirlitsmiðstöð komið fyrir í gömlu vöruhúsi á eyjunni Tronchetto sem skilur Feneyjar og meginland Ítalíu að. Þar eru skjáir sem sýna myndir af öllu því sem gerist á götum úti og í herbergi inn af þeim sal er svokölluð snjalleftirlitsstöð þar sem fylgst er með símum ferðamanna.

Þetta eftirlit er þó ekki til þess gert að hafa uppi á glæpamönnum eða í þeim tilgangi að draga úr glæpatíðni heldur til þess að auðvelta smitrakningu og hafa yfirsýn yfir fjölda ferðamanna, hvaðan þeir koma og hvort þeir fylgja sóttvörnum. 

Með eftirlitsmyndavélunum er hægt að fylgjast með umferð báta, bíla og fólks. Með snjalleftirlitinu er hægt að fylgjast með því hvaðan ferðamennirnir koma og síðast en ekki síst hverjir þeir eru. 

CNN Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert