Kengúruungi um borð í flugvél

Kengúruunginn Harry kunni vel við sig um borð.
Kengúruunginn Harry kunni vel við sig um borð. Skjáskot/Instagram

Kengúruunginn Harry vakti mikla athygli þegar hann flaug með American Airlines á dögunum. Harry litli fékk að vera á farþegafarrými í stað þess að hírast í búri með farangrinum. 

Harry var fluttur frá Charlotte í Norður-Karólínu til Newport í Virginíu. Á myndbandi úr vélinni má sjá hann hoppa og skoppa um vélina og skoða sig um. Hann hoppaði þó reglulega aftur í pokann sem hann var fluttur í. 

mbl.is