Reyndi að opna dyrnar í miðju flugi

Atvikið átti sér stað um borð í vél Delta Airlines.
Atvikið átti sér stað um borð í vél Delta Airlines. AFP

Karlmaður reyndi á dögunum að opna dyrnar á vél Delta Airlines á meðan hún var í loftinu. Samkvæmt sjónarvottum réðst maðurinn á flugþjón og henti henni til hliðar og reyndi svo að opna dyrnar. 

Vélin var á leið frá Atlanta til Boston í Bandaríkjunum. Tveir lögregluþjónar voru fyrir tilviljun um borð og reyndu þeir að ná stjórn á aðstæðunum. Eftir langa leit að einhverju til að binda hann með náðu þeir að lokum að binda hann niður með strengjabindingum. 

Karlmaðurinn lét öllum illum látum um borð og eftir að hann var bundinn niður lét hann í sér heyra. 

Independent

mbl.is