Skruppu til Havaí

Orlando Bloom og Katy Perry.
Orlando Bloom og Katy Perry. AFP

Hollywood-leikarinn Orlando Bloom og tónlistarkonan Katy Perry voru stödd á Havaí um helgina. Stjörnuparið sem eignaðist sitt fyrsta barn saman í fyrrasumar fór meðal annars á ströndina og naut þess að vera án dóttur sinnar.  

Enginn lúxus var á Bloom og Perry á ströndinni að því sást á myndum sem The Sun birti af þeim. Þau voru með stranddót í tösku og sátu á handklæðum. Perry var í fjólubláum sundbol og með der. Bloom sem stakk sér í sjóinn var í svartri sundskýlu með derhúfu en var einnig með hvítan kúrekahatt meðferðis. 

Ungbarnið var ekki með á ströndinni en Perry og Bloom voru þó í för með fjölskyldu og vinum. Á ströndinni voru auk þess tvö börn. Perry og Bloom eiga dótturina Daisy Dove Bloom sem fæddist í ágúst en Bloom á einnig hinn níu ára gamla Flynn með fyrirsætunni Miröndu Kerr. 

Katy Perry og Orlando Bloom skruppu til Havaí.
Katy Perry og Orlando Bloom skruppu til Havaí. AFP
mbl.is