Fimm litríkustu staðir heims

Það finnast dásamlega bláar byggingar í Marokkó.
Það finnast dásamlega bláar byggingar í Marokkó. Unsplash.com/Kyriacos

Litir lífga sannarlega upp á lífið og næra andann. Ferðavefurinn tók saman fimm litríkustu staði heims sem hægt verður að heimsækja um leið og ferðaiðnaðurinn kemst aftur á fullt.

Frakkland

Engi full af lofnarblómum finnast í Provence, Frakklandi. Til að berja dýrðina augum er gott að leigja bíl og keyra um sveitina og stoppa í smábænum Valensole.

Fjólublái liturinn í Valensole í Frakklandi er draumi líkastur.
Fjólublái liturinn í Valensole í Frakklandi er draumi líkastur. Unsplash/Anthony Bec

Indland

Litirnir á Indlandi skapa spennandi og upplífgandi andrúmsloft. Í Jaipur má finna Bleiku borgina svokölluðu. Nafnið er dregið af „bleiku“ byggingunum innan ákveðins svæðis sem eru allar málaðar í terrakotta-bleikum lit.

Bleika borgin í Jaipur, Indlandi er óviðjafnanleg.
Bleika borgin í Jaipur, Indlandi er óviðjafnanleg. Unsplash.com/Swapnil

Perú

Regnbogafjallið í Perú fær hjartað til þess að slá örar. Fjallið er bókstaflega í öllum regnbogans litum og litadýrðin er breytileg eftir birtuskilyrðum.

Regnbogafjallið í Perú breytir um lit eftir tíma dags og …
Regnbogafjallið í Perú breytir um lit eftir tíma dags og veðurfari. Unsplash.com/Roi Dimor

Arizona

Arizona er þekkt fyrir eldrauða kletta sína. Antilópugljúfrið í Arizona er í kynngimögnuðum rauðum lit. Sjón er sögu ríkari.

Arizona á ótrúlega rauða kletta sem vert er að skoða.
Arizona á ótrúlega rauða kletta sem vert er að skoða. Unsplash.com/Michaela

Marokkó

Gamli bærinn í Chefchaouen í Marokkó er þekktur fyrir draumkennda skærbláa liti. Hægt er að ganga um þröngar götur með skærbláum húsum og kaupa vefnaðarvöru.

Chefchaouen er borg í Marokkó þar sem finna má skrautleg …
Chefchaouen er borg í Marokkó þar sem finna má skrautleg hús í bláum tónum. Unsplash.com/Milad
mbl.is