Strendur Mexíkó stappfullar af fólki

Hvorki heimamenn né ferðamenn virðast hafa nokkrar einustu áhyggjur af því að smitast af kórónuveirunni á ströndinni við Playa del Carmen í Mexíkó þessa dagana. Þar er ströndin stappfull af fólki sem leikur sér í strandblaki og nýtur sólarinnar.

Yfir 185.00 manns hafa látist af völdum veirunnar í Mexíkó frá því í upphafi faraldursins. 

Mexíkó er eitt af fáum löndum í heiminum sem hafa aldrei lokað landamærum sínum fyrir ferðamönnum né farið fram á neikvætt kórónuveirupróf. Þar af leiðandi var Mexíkó þriðji vinsælasti ferðamannastaðurinn í heiminum á síðasta ári. 

Í stað þess að senda fólk sem greinist með kórónuveiruna við komuna til Mexíkó til baka er því boðin frí gisting þar til það hefur náð sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert