Lokka til sín ferðamenn með framandi dýrum

Kattakaffihús og hundakaffihús tilheyra nú fortíðinni eftir að kaffihús í Sjanghæ í Kína eru farin að halda alls konar framandi dýr. Nú er hægt að heimsækja kaffihús þar sem þvottabirnir, svín og snákar hafa það náðugt. 

Slík kaffihús hafa þó ekki slegið í gegn að öllu leyti í heimsfaraldrinum enda hafa áhyggjur aukist af því að dýr geti borið stökkbreytta veiru í menn séu þau í miklu samneyti við mannfólk.

mbl.is