Með frænkum sínum í Mexíkó

Nicole Scherzinger lætur heimsfaraldur ekki stöðva sig þegar kemur að …
Nicole Scherzinger lætur heimsfaraldur ekki stöðva sig þegar kemur að ferðalögum. AFP

Söngkonan Nicole Scherzinger hefur verið dugleg að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Hún er líka dugleg að birta myndir af sér á ferðalögum ýmist með kærastanum eða fjölskyldunni. Stutt er síðan hún var í fríi á Turks og Caicos-eyjunum svo dæmi sé tekið.

Nú er hún á guðdómlegri strönd í Mexíkó ásamt frænkum sínum og hikar ekki við að njóta lífsins. 

mbl.is