Ætlar að borða páskaegg á toppnum

Fanney Karlsdóttir.
Fanney Karlsdóttir.

Fanney Karlsdóttir, verkefnastjóri í Norræna húsinu og skrifstofustjóri umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, ætlar að reyna að sjá gosið um páskana. 

„Ég er ein þeirra sem eiga eftir að rölta að gossvæðinu í Geldingadal og það er afar freistandi að kanna hvort það sé gerlegt enda draumur minn að sjá eldgos, í hæfilegri fjarlægð. Annars stefni ég á aðra góða fjallgöngu einn af hátíðisdögunum ásamt eiginmanni og börnum. Það er orðin hefð fyrir þessu og nauðsynlegt að taka eitt páskaegg með til að deila á toppnum. Þetta byrjaði reyndar sem eins konar píslarganga fyrir nokkrum árum því börnin voru ekki öll stemmd fyrir þessu en allt fór vel að lokum og nú bíða börnin eftir þessu með eftirvæntingu og koma með hugmyndir að fjalli til að klífa. Ef ég kemst líka á gönguskíði verð ég alsæl. Auk útivistar er stefnan tekin á sumarbústaðastemningu heimafyrir með borðspilum og góðum mat,“ segir Fanney. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert