Eldgosið heillar á Times Square

Eldgosið í Geldingadölum í nýrri auglýsingu Icelandair.
Eldgosið í Geldingadölum í nýrri auglýsingu Icelandair. Ljósmynd/Facebook

Eldgosið í Geldingadölum lýsir nú upp Times Square í New York. Myndir af eldgosinu eru hluti af nýrri auglýsingaherferð flugfélagsins Icelandair.

„Með stolti færum við heiminum anda Íslands, og New York fær forsmekkinn af heitasta aðdráttarafli Íslands með nýrri auglýsingu á Times Square,“ segir í færslu Icelandair. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert