Féll fram af 35 metra háum kletti

Maðurinn féll niður 35 metra og lenti í um 1 …
Maðurinn féll niður 35 metra og lenti í um 1 meters djúpum sjó. Ljósmynd/Unsplash/Nick Fewings

Karlmaður á þrítugsaldri féll fram af 35 metra háum kletti við Dorset í Bretlandi 1. maí síðastliðinn. Maðurinn slapp með lítilsháttar meiðsli en sjávarstaða var há þegar hann féll og því lenti hann í um metra djúpum sjó.

Menn á kajökum voru í grennd við klettinn þegar maðurinn féll fram af brúninni og reru til hans og hjálpuðu í land. Þá var hann með meðvitund og gat talað við þá. Hann var síðar fluttur á sjúkrahús til að kanna hvort hann hefði hlotið innvortis blæðingar í kjölfar fallsins. 

Maðurinn var í hópi vina á klettsbrúninni að taka sjálfsmynd þegar hann féll fram af.

Staðurinn er vinsæll meðal ferðamanna en klettarnir kallast Old Harry Rocks. Ferðamönnum hefur verið ráðið frá því að fara fram á brúnina til þess að taka myndir. Ráðlagt er að vera að minnsta kosti fimm metra frá henni. Ekki hafa allir fylgt þeim ráðleggingum og þegar Instagram er skoðað sjást nýlegar myndir af ferðamönnum á brúninni.

Leit á Instagram sýnir að ferðamenn fara enn nálægt brúninni.
Leit á Instagram sýnir að ferðamenn fara enn nálægt brúninni. skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert