Bólusett í kastala Drakúla

Bólusetningarstöð hefur verið komið upp í kastala Drakúla.
Bólusetningarstöð hefur verið komið upp í kastala Drakúla. AFP

Þeir sem heimsækja kastala Drakúla í Rúmeníu geta nú fengið tvo fyrir einn; bóluefni frá Pfizer og skoðunarferð um kastalann. Bólusetningarstöð hefur verið sett upp í kastalanum í tilraun til að hvetja landsmenn til að fara í bólusetningu. 

Kastalinn, Bran-kastali, var byggður á 14. öld og er sagður vera kastalinn sem veitti rithöfundinum Bram Stoker innblástur fyrir vampírubókina Drakúla.

Yfir milljón smit hafa greinst í Rúmeníu í faraldrinum og 29 þúsund dauðsföll hafa verið skráð. Stjórnvöld stefna að því að vera búin að bólusetja 10 milljónir manns fyrir september en helmingur landsmanna segist ekki hafa áhuga á bólusetningu samkvæmt könnun Globesec. 

Bran kastali er frá 14. öld.
Bran kastali er frá 14. öld. Ljósmynd/Unsplash/Jorge Fernández Salas

Einstök staðsetning bólusetningarstöðvarinnar í Bran-kastala er því tilraun til að hvetja fólk til að þiggja bólusetningu. Hver sem er getur mætt í kastalann allar helgar í maí án þess að bóka sér tíma, fengið bólusetningu og fría ferð um kastalann. 

„Hugmyndin var að sýna fólki hvernig fólk var bólusett fyrir 500 til 600 árum í Evrópu,“ segir Alexandru Priscu í viðtali við fréttastofu Reuters. 

Tilgangur bólusetningarstöðvarinnar í kastalanum er ekki bara tilraun til að fá fleiri til að þiggja bóluefni heldur einnig tilraun til að fá fólk til að ferðast meira innanlands.

BBC

mbl.is