Björn reiddist þegar hann fann ekki birnu

Björn var ósáttur við bílaumferð í þjóðgarðinum Yellowstone
Björn var ósáttur við bílaumferð í þjóðgarðinum Yellowstone Skjáskot/Instagram

Það er algeng sjón í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum að skógarbirnir skjóti upp kollinum og virði fyrir sér gesti og gangandi. Bjarndýrin eru hin mestu grey og oftast ekki til vandræða. Þjóðgarðsgestum brá því í brún þegar að brjálaður bangsi birtist skyndilega úr skógi nálægt Norris Geysi.

Þegar birnir birtast við fjölfarna vegi þjóðgarðarins er kallað eftir þjóðgarðsverði sem reynir að aðstoða bjössa við að komast aftur í bólið sitt. Hinsvegar var þessi björn ekki sá samvinnufúsasti. Hann ógnaði þjóðgarðsverðinum sem mátti fótum sínum fjör að laun.

Bangsa er brugðið þegar þjóðgarðsvörður skýtur að honum púðurskoti
Bangsa er brugðið þegar þjóðgarðsvörður skýtur að honum púðurskoti Skjáskot/Twitter

Þjóðgarðsvörðurinn brást við og skaut púðurskotum að bangsa sem álpaðist síðar tilbaka inn í skóginn í átt að bóli sínu. Samkvæmt heimildum hafði bjarndýrið verið að eltast við kvenkyns birnu allan daginn og var hún hinum megin við veginn en sökum umferðar þá komst bjössi ekki yfir götuna og varð reiður og árásargjarn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert