Flugfreyr fór á kostum fyrir lendingu

Flugfreyr Southwest Airlines flutti Old Town Road með óhefðbundnum texta …
Flugfreyr Southwest Airlines flutti Old Town Road með óhefðbundnum texta í áætlunarflugi til Fönix Karsten Winegeart

Flugfreyr hjá Southwest Airlines fór á kostum í vél flugfélagsins á dögunum þegar hann fór nýstárlega leið við að tilkynna farþegum að vélin væri að hefja lækkun á flugi inn til Fönix í Arisónaríki í Bandaríkjunum.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má heyra hann syngja tilkynningu um að spenna sætisbeltin og hafa sætisbök og borð fyrir framan sig í uppréttri stöðu. Söngfuglinn notar laglínu úr lagi Lil Nas X, Old Town Road, til að syngja tilkynninguna og fær að lokum lófatak frá farþegum um borð. Það verður spennandi að fylgjast með hvort áhafnameðlimir Play muni nota laglínur íslenskra poppara til að ávarpa farþega um borð.

mbl.is