Birkir og Sophie ástfangin í Hörgársveit

Birkir Bjarnason landsliðsmaður í knattspyrnu í Jónasarlaug
Birkir Bjarnason landsliðsmaður í knattspyrnu í Jónasarlaug Skjáskot/Instagram

Kærustuparið landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og fyrirsætan og frönskukennarinn Sophie Gordon eru laus úr sóttkvínni á Melrakkasléttu. Parið hefur notið sín á Melrakkasléttunni síðan í síðustu viku þegar þau komu frá Póllandi þar sem Birkir tók þátt í vináttuleik við Pólverja í undirbúningi þeirra fyrir Evrópumót landsliða í knattspyrnu. 

Samkvæmt Instastory Sophíar mætti parið til Akureyrar í gær og fór svo í Jónasarlaug í Þelamörk í Hörgársveit. Hin franska Sophie Gordon opinberaði ást sína gagnvart Birki á dögunum þegar hún sendi honum afmæliskveðju á Instagram og skrifaði þar á íslensku: „Ég elska þig Birkir Bjarnason.“

Skjáskot/Instagram

Sundlaugin í Þelamörk var byggð 1943-1945 og var nefnd Jónasarlaug til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni. Íþróttahús var svo byggt við laugina árið 1991 og var þá ráðinn sérstakur umsjónarmaður fyrir bæði laugina og íþróttahúsið en það var Helgi Jóhannsson íþróttakennari. Hann lét svo af störfum árið 2006. Árið 2008 voru svo gerðar umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni.

Parið fór í sund í Þelamörk í Hörgársveit
Parið fór í sund í Þelamörk í Hörgársveit Skjáskot/instagram
mbl.is