Eyddi síðustu dögunum sem forstjóri á snekkju

Jeff Bezos er ekki lengur forstjóri Amazon. Hann eyddi síðustu …
Jeff Bezos er ekki lengur forstjóri Amazon. Hann eyddi síðustu dögunum sem forstjóri á snekkju á Miðjarðarhafinu. AFP

Milljarðamæringurinn Jeff Bezos eyddi síðustu helginni sinni sem forstjóri Amazon á snekkju við Miðjarðarhafið. Bezos steig á mánudag til hliðar sem forstjóri stórfyrirtækisins sem hann skapaði. 

Fregnir herma að Bezos hafi dvalið um borð í snekkju kollega síns Barrys Dillers við strendur Grikklands. Snekkjan, sem ber nafnið Eos, er þriggja mastra og metin á yfir 200 milljónir bandaríkjadala. 

Kærasta Bezos, Lauren Sanchez, er einnig sögð hafa verið um borð og systkini hans Mark og Christina. 

Grískir miðlar greiða frá því að snekkjan hafi stoppað á eyjunni Antiparos þar sem gestir snekkjunnar hafi farið frá borði og snætt máltíð með leikarahjónunum Tom Hanks og Ritu Wilson, fréttamanninum Anderson Cooper og forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, og eiginkonu hans. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert