Nýgift Grande í brúðkaupsferð í Amsterdam

Ariana Grande og Dalton Gomez í Hollandi.
Ariana Grande og Dalton Gomez í Hollandi.

Bandaríska söngkonan Ariana Grande og eiginmaður hennar Dalton Gomez fóru í brúðkaupsferð til Amsterdam í Hollandi. Þau gengu í það heilaga 15. maí síðastliðinn. 

Grande hefur birt fjölda mynda úr ferðinni á instagramsíðu sinni undanfarna daga en ekki er ljóst hvort söngkonan er enn stödd í Hollandi. Hún virðist þó hafa skemmt sér einstaklega vel og hefur mynd af þeim hjónum í stórum tréklossum vakið kátínu. 

Hin nýgiftu hjón giftu sig í hálfgerðu leyni í maí en þau höfðu verið saman í um ár. Dalton fór á skeljarnar í desember á síðasta ári og voru þau ekkert að tvínóna við hlutina.

mbl.is