Ástfangin á Ítalíu

Kendall Jenner og Devin Booker á Ítalíu.
Kendall Jenner og Devin Booker á Ítalíu. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Kendall Jenner hefur varið stórum hluta sumarsins við Miðjarðarhafið. Nú er hún stödd á Ítalíu ásamt kærasta sínum, NBA-leikmanninum Devin Booker. Parið, sem ekki hefur birt margar myndir af sér saman, birti mynd af sér saman við sólsetrið. 

Jenner og Booker hafa ferðast víða um strendur Ítalíu og notið lífsins bæði á landi og sjó. Booker er nýkominn til Ítalíu frá Tókýó þar sem hann lék með körfuboltalandsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum. 

Booker og Jenner hafa verið saman síðan í fyrra en opinberuðu samband sitt ekki fyrr en í febrúar á þessu ári. Í júní fögnuðu þau eins árs sambandsafmæli. 

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner)

mbl.is