Einhleyp og áhyggjulaus í Manchester

Tanja Ýr Ástþórsdóttir og Hildur Ýr Ólafsdóttir í Manchester um …
Tanja Ýr Ástþórsdóttir og Hildur Ýr Ólafsdóttir í Manchester um helgina. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og vinkona hennar Hildur Ýr Ólafsdóttir skelltu sér í helgarferð til Manchester á Englandi um helgina. Vinkonurnar gerðu vel við sig í mat og drykk en þær fóru út til að heimsækja vinkonu sína Guðrúnu Lund sem býr og starfar í Manchester. 

Tanja Ýr hætti nýverið með kærasta sínum til margra ára, Agli Fannari Halldórssyni, en hann er einnig á ferðalagi um þessar mundir. Egill dvelur í Kaas í Tyrklandi, en þau Tanja höfðu þar vetursetu í upphafi árs. 

Tanja og vinkonur fóru meðal annars á ítalska veitingastaðinn Rosso Restaurant & Bar um helgina og heimsóttu pílubarinn Flight Club.

mbl.is