Stærsta og besta parísarhjól heims opnað

Nýtt Parísarhjól verður vígt í Dúbaí á næstunni.
Nýtt Parísarhjól verður vígt í Dúbaí á næstunni. Ljósmynd/VisitDubai

Þegar eitthvað er byggt í Dúbaí þá er það stærst og best. Nýtt parísarhjól er í smíðum í Dúbaí og verður það að sjálfsögðu stærsta og hraðskreiðasta parísarhjól í heimi. Áætlað er að vígja hjólið 21. október næstkomandi. 

Hjólið fer upp í 250 metra hæð að því er fram kemur á vef Visit Dubai. Ferðin tekur 38 mínútur og eru 48 klefar með loftkælingu þannig að 1.750 manns geta notið útsýnisins á sama tíma. Þar með er ekki lúxusinn upptalinn þar sem hægt er að panta sérstaka klefa sem bjóða upp á mat og drykk.  

Eitt þekktasta parísarhjól heims er hið fræga London Eye sem stendur á suðurbakka Thamesár í Lundúnum. Það fer þó ekki upp í nema 135 metra hæð.

London Eye er eitt þekktasta Parísarhjól í heimi.
London Eye er eitt þekktasta Parísarhjól í heimi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert