Fór ein á hótel með fullt af óhollustu í nesti

Guðrún Veiga Guðmunds­dótt­ir fór í húsmæðraorlof.
Guðrún Veiga Guðmunds­dótt­ir fór í húsmæðraorlof.

Mann­fræðing­ur­inn og förðun­ar­fræðing­ur­inn Guðrún Veiga Guðmunds­dótt­ir komst í langþráð húsmæðraorlof í vikunni og skellti sér ein á hótel. Guðrún Veiga fór til Reykjavíkur í frí en hún býr í Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni og tveimur börnum. 

Guðrún Veiga er vel þekktur nammigrís og fékk að hafa góðgætið út af fyrir sig þegar hún kom upp á land. Hún birti mynd af fullu rúmi af nammi, súkkulaði og ostaköku sem hún ætlaði að gæða sér á ein á hótelherberginu. Hún greindi einnig frá því að hún ætlaði að panta sér pítsu. 

Margir dvelja bara á hótelum þegar þeir fara utan en Guðrún Veiga hafði hótað því á samfélagsmiðlum sínum að ætla í land á hótel. Mikið mæðir á sjómannsfrúnni sem er oft ein með börnin. Hún var þó ekki búin að vera lengi ein í fríi þegar hún var byrjuð að skoða myndir af börnunum sínum.

Guðrún Veiga tók með sér nesti á hótelið.
Guðrún Veiga tók með sér nesti á hótelið. Skjáskot/Instagram
mbl.is