Helgi Jean á stöðugu flakki um landið í sumar

Helgi Jean Claessen var á flakki um landið í júlí …
Helgi Jean Claessen var á flakki um landið í júlí og ágúst.

Hlaðvarpsstjarnan Helgi Jean Claessen ferðaðist mikið um landið í sumar og eyddi meðal annars tæpum mánuði austur á landi. Hann segir Egilsstaði eiga vinninginn í ferðalögum sumarsins og þá sérstaklega út af veðrinu, en líkt og margoft hefur komið fram í fréttum var „bongó“ á Austurlandi í júlí og ágúst. 

„Ég for af stað í byrjun júlí. Þá fannst mér mjög erfitt að kveðja húsið – og fara af stað. Eins og ég væri að missa af einhverju heima hjá mér. Þessi tilfinning var fljót að fara af mér - og á endanum varð takturinn sá að ég ferðaðist í viku, eða tvær, og stoppaði ekki meira heima en 3-5 daga í einu – þar til í lok ágúst. Það varð einfaldara að fara í burtu en að vera heima,“ segir Helgi í viðtali við ferðavef mbl.is. 

Ferðalög Helga einkennast af hreyfingu og er hann mjög hrifinn af því að rífa sig úr að ofan, helst úr skónum líka og halda í göngu. 

„Það er andleg upplifun að fara í Stórurð. Það lítur helst út fyrir að skarð hafi veriðhoggið í fjallið af stórum dreka – og grjótið liggi allt fyrir neðan. Síðan er hægt að ganga þar um – og þá eru steinarnir líkastir álfabyggð. Það er þykkt í orkunni þar. Svo var ekki minni upplifun að ganga hinu megin við fjallið þar sem Dimmidalur er í Borgarfirði Eystri. Þá kemur maður öfugu megin við Stórurð, nema þar er ekkert fólk að ganga. Ég var einn heilan dag þar í mikilli upplifun. Þerribjörg eru svo kynnt líkleg til vinsælda, þau eru eins og Hollywood bíómyndasett. Þangað er þó enginnspáss-ganga. Ekki frekar en Snæfellið sem er hæsta fjall Íslands utan jökla. Samt geggjað að fara,“ segir Helgi.

Helgi skipuleggur ekki ferðalögin sín lengra fram í tímann en …
Helgi skipuleggur ekki ferðalögin sín lengra fram í tímann en hægt er að sjá á Veður.is.

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnastur af?

„Ég elska að fara í langar göngur undir bláum himni í logni. Betri stofu móment hvers árs er að lenda niðri í Þórsmörk eftir að hafa gengið Fimmvörðuhálsinn. Að koma niður í sólsetrinu á leiðinni í hlaðborð inni í Húsadal. Það er ekkert eðlilega best.“

Skipuleggur þú ferðalögin þín mikið?

„Ég skipulegg aldrei lengra en hægt er á vedur.is. Besta tilfinningin er að sjá gott veður og rjúka af stað með of litlum fyrirvara. Eins reyni ég að ferðast eins létt og ég get. Stundum finnst mér eins og fólk sé hreinlega að flytja að heiman þegar það er með alla búslóðina á bakinu í göngum. Þá hjálpar líka að vera búinn að kveikja á hitakerfi líkamans í köldum pottum og sjósundi.“

Hvaða staði mælir þú með að fólk heimsæki?

„Það er nánast ekki hægt að klikka þegar maður ferðast um Ísland. Það er æðislegt að fara hringinn. Og ekki sleppa Vestfjörðunum. Þar eru Rauðisandur, Dynjandi og það var alveg klikkað þegar við sáum til Grænlands frá Látrabjörgum. Maður sér reyndar ekki bókstaflega þangað en það eru hillingar í himnum sem leyfa manni að sjá móta fyrir strandlengjunni. Það kvöld minnkaði heimurinn mjög mikið.“

Hverskonar göngur eru Helga að skapi.
Hverskonar göngur eru Helga að skapi.
„Það er nánast ekki hægt að klikka þegar maður ferðast …
„Það er nánast ekki hægt að klikka þegar maður ferðast um Ísland.“

Eru einhverjir staðir sem þú verður að heimsækja á hverju ári?

„Ég er núna með reglu að taka allavega eina göngu á Fimmvörðuhálsinn og Laugaveginn. Svo verður að nefna Skaftafell þar sem stórvinur minn Jón býr beint undir Hvannadalshnjúk. Það eru minningar búnar til úr hvítum skýjahnoðrum og regnbogum að baða sig á morgnana í jökulánni með útsýni á Hnjúkinn. Og svo er bara geggjað að fara á Kristínartinda – og alla staðina þar sem hægt er að ganga meðfram jöklinum.“

Hvað er ómissandi í ferðalagið?

„Það er ómissandi að ganga fáklæddur og berfættur í góðu veðri einhvers staðar úti í buska. Að eyða löngum dögum úti í náttúrunni. Af því að þegar maður snýr heim aftur þá skilur maður enn betur að eitthvað gerðist á ferðalaginu. Ég fæ alltaf eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Ég segi það að það sé „göldrótt“, orð sem Hjálmar félagi minn í hlaðvarpinu Hæ hæ þolir ekki. Enda segir hann að fjöll dragi úr sér orku.“

Helga dreymir um að fara vestur á firði.
Helga dreymir um að fara vestur á firði.

Hvaða stað dreymir þig um að heimsækja næst?

„Ég er alltaf með annað augað á Hornströndum eftir geggjaða ferð þangað 2018. Annars má þess geta að þetta byrjaði allt með Úlfarsfellinu. Af því fyrir 2016 hafði ég nánast engan áhuga á ferðalögum. Það var ekki fyrr en ég hætti í ræktinni og fór að ganga í náttúrunni hér í kringum Reykjavík sem að löngunin óx. Eða kannski varð ég bara miðaldra mjög hratt. Ég er allavega að verða fertugur í desember.“

Helgi tekur upp á ýmsu í ferðalögum sínum.
Helgi tekur upp á ýmsu í ferðalögum sínum.
„Það er ómissandi að ganga fáklæddur og berfættur í góðu …
„Það er ómissandi að ganga fáklæddur og berfættur í góðu veðri einhvers staðar úti í buska. Að eyða löngum dögum úti í náttúrunni.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert