Fekk rándýrt sumarleyfishús í 29 ára afmælisgjöf

Cardi B og Offset.
Cardi B og Offset. AFP

Tónlistarkonan Cardi B viðraði þá hugmynd við eiginmann sinn, rapparann Offset, að fjárfesta í sumarleyfishúsum í Karíbahafinu til að leigja út í styttri tíma til ferðamanna. Hann virtist hins vegar taka fálega í hugmyndina. Offset kom eiginkonu sinni því virkilega á óvart á mánudaginn þegar hann gaf henni rándýra villu í Dóminíska lýðveldinu í 29 ára afmælisgjöf. 

Cardi B birti myndskeið af húsinu á instagramsíðu sinni. Talið er að sex svefnherbergi og átta baðherbergi séu í húsinu. Glæsileg sundlaug er í garðinum og útsýni út á haf. 

Stjarnan hafði augastað á Dóminíska lýðveldinu og öðrum löndum í Karíbahafinu vegna þess að þangað fer fólk í frí allt árið um kring. Ef fyriráætlanir Cardi B ganga upp mun hún leigja húsið út. Tónlistarkonan segir á síðu sinni að hún hafi haft rangt fyrir sér. Hún trúi eiginlega ekki að hún hafi fengið hús að gjöf og eiginmaður sinn hafi hlustað á sig. 

View this post on Instagram

A post shared by Cardi B (@iamcardib)

Cardi B fékk hús í afmælisgjöf frá Offset.
Cardi B fékk hús í afmælisgjöf frá Offset. AFP
mbl.is