Gekk berserksgang í flugvél og var vísað frá borði

Uppákoman um borð í vél United Airlines náðist á myndband …
Uppákoman um borð í vél United Airlines náðist á myndband sem farið hefur um eins og eldur í sinu. Ljósmynd/Aðsend

Vísa þurfti árásargjörnum farþega United Airlines frá borði flugvélar sem var á leið sinni til Los Angeles-borgar seint í síðastliðinni viku. Neitaði farþeginn að bera grímu yfir nef sitt og munn um borð í vélinni en grímuskylda er í gildi í flugvélum um þessar mundir. Sami farþegi neitaði að setja símann sinn á flugstillingu eða slökkva á honum við flugtak. Ekki er vitað hvaðan vélin var að fara. 

Út brutust mikil átök í farþegarýminu þegar flugþjónn bað farþegann vinsamlegast um að hafa grímuna á andlitinu og slíta símtalinu sem hann var í. Flugvélin væri að búa sig undir flugtak. Brást farþeginn ókvæða við og hótaði bæði áhafnarmeðlimum og öðrum farþegum barsmíðum. Gekk hann berserksgang á milli sætisraða þar sem hann öskraði og gargaði á alla þá sem urðu á vegi hans.  

Atvikið náðist á myndband sem deilt var á samskiptamiðlinum Tik Tok og hefur farið eins og eldur í sinu um netið síðan en þegar þetta er skrifað hafa alls fimm milljónir horft á myndbandið. Fleiri myndböndum var svo deilt í kjölfarið og er óhætt að segja að áhorfið rjúki upp. Myndböndin má sjá hér að neðan. 

@starcadearcade

It does not end well… I just wanted to play Pokémon ##travel ##starcade ##la ##plane

♬ original sound - Starcade Arcade
@starcadearcade

Reply to @whatthafa Adults only pls, sensitive content. The last post on this got taken down ⛳️ ##starcade ##travel ##StudentSectionSauce ##plane

♬ original sound - Starcade Arcade
mbl.is