Birgitta Líf gerir vel við sig á Tenerife

Birgitta Líf er á Tenerife.
Birgitta Líf er á Tenerife. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir er dugleg að skreppa til útlanda og í vikunni var förinni heitið í sólina til Tenerife. Birgitta Líf kann að gera vel við sig og hefur birt mynd af sér af flottu hóteli. 

Birgitta Líf starfar meðal annars  hjá fjölskyldufyrirtækinu World Class og er er þekkt fyrir að hreyfa sig mikið. Hún sleppir ekki æfingu í fríinu og hefur birt myndir af sér úti að hlaupa.

Annars er lítið annað að gera en að drekka vín, lesa og njóta þess að vera í hitanum. Birgitta er að lesa skvísubókina Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu eftir Jenny Colgan. Bókin og undanfari hennar, Litla bakaríið við Strandgötu, er algjör skyldulesning í fríinu hvort sem fólk er statt upp í bústað eða á Tenerife. 

mbl.is