Myndi ekki vilja eiga risasnekkju

Sarah Snook myndi ekki vilja eiga risasnekkju.
Sarah Snook myndi ekki vilja eiga risasnekkju. Skjáskot/Instagram

Þrátt fyrir að leika ofurríka konu á skjánum segist leikkonan Sarah Snook ekki vera mikill aðdáandi risasnekkja. Hún væri enn fremur ekki til í að lifa því lystisemdalífi sem persóna hennar gerir á skjánum en hún fer með hlutverk Shiv Roy í þáttunum Succession. 

„Þegar þú átt svona bát, þá þarftu að viðhalda bátnum. Það er svona 12 milljónir á ári eða eitthvað í viðhald. Hver vill eiginlega eyða pening í það?“ spurði leikkonan í viðtali við Page Six

Snook hefur þó gaman af vinnunni sinni og nýtur þess að taka senur upp á Ítalíu, á þyrlupöllum og risasnekkjum. „En það er gott að kveðja þetta og fara aftur heim í sitt venjulega líf,“ sagði Snook. 

Leikkonan hefur heldur ekki áhuga á að eiga svo mikinn pening, eins og persóna hennar í þáttunum. „Gefðu þennan pening. Það eru takmörk fyrir því hversu hamingjusama peningar geta gert þig, og eftir þau mörk er það bara græðgi,“ sagði Snook.

mbl.is