Grey's Anatomy-stjarna á landinu

Jesse Williams er á landinu.
Jesse Williams er á landinu. ljósmynd/Imdb.com

Grey's Anatomy-stjarnan Jesse Williams er á landinu. Williams sýndi frá ferðinni á instagramsíðu sinni í gær. Williams er þekktastur fyrir að fara með hlutverk Jacksons Averys í Grey's Anatomy.

Williams virðist hafa haldið sig á suðvesturhorninu en hann birti mynd af Gullfossi og Geysi, Friðheimum, Kerinu og Raufarhólshelli. Í story setti hann svo myndband úr Sky Lagoon. mbl.is