Hélt upp á afmæli kærastans í Los Angeles

Marta Lovísa og Shaman Durek.
Marta Lovísa og Shaman Durek. skjáskot/Instagram

Norska prinsessan Marta Lovísa flaug til Los Angeles á dögunum til þess að halda upp á 47 ára afmæli kærasta síns, Shamans Dureks. Marta býr í Noregi en kærasti hennar er bandarískur og býr í Los Angeles og starfar meðal annars sem andlegur leiðtogi.

Í færslu á Instagram skrifar prinsessan: 

„Þú ert skínandi ljós í heiminum, ástin mín. Og svo sannarlega skínandi stjarna í mínu lífi! Þú stendur mér við hlið í gegnum súrt og sætt ...

Ég elska sérvisku þína, visku og hvernig þú sérð heiminn ... Ég elska matseld þína, húmorinn, sköpunarkraftinn. Þú ert ótrúlegur og veitir mér innblástur á hverjum degi.“mbl.is