Mæðgur saman í San Francisco

Mæðgurnar Kaia Gerber og Cindy Crawford.
Mæðgurnar Kaia Gerber og Cindy Crawford. mbl

Ofurfyrirsætan Cindy Crawford dvelur nú í San Francisco ásamt dóttur sinni, Kaia Gerber. Mæðgurnar eru borginni á vegum svissneska skartgripaframleiðandans Omega, sem þekktastur er fyrir að selja hágæða armbandsúr. 

Það virðist fara vel um mæðgurnar í San Francisco en Crawford deildi myndum á Instagram þar sem þær nutu sín á hvítum náttsloppum og brostu sínu blíðasta. 

Fyrr í vikunni tilkynnti dóttir Crawford, hin tvítuga Kaia Gerber, að hún og kærasti hennar, leikarinn Jacob Elordi, væru hætt saman. Samband þeirra varði í rúmlega ár en þau opinberuðu ástarsambandið í september árið 2020. Mæðgnafríið er henni því væntanlega kærkomið en sambandsslitin eru sögð hafa verið gerð í góðu á milli beggja aðila.
mbl.is