Með Covid á ítölskum flugvelli

Uppáhaldsmatur Adams í sóttkví er gufusoðið brokkolí með pestói.
Uppáhaldsmatur Adams í sóttkví er gufusoðið brokkolí með pestói. Skjáskot/Instagram

Kanadíski söngvarinn Bryan Adams greindist með kórónuveiruna á ferðalagi sínu til Ítalíu á dögunum. Hann hafði áður greinst með veiruna en veiran getur greinst í nokkra mánuði eftir smit. Adams greindist því aftur jákvæður á Mílanóflugvellinum en hann sagði frá raunum sínum á samfélagsmiðlum.

„Hér er ég staddur, nýkominn til Mílanó og greindist jákvæður í annað sinn á einum mánuði. Þannig að ég þarf að fara á spítalann,“ sagði hann á Instagram og birti myndir af sér um borð í sjúkraflutningabifreið. Þess má geta að Adams er fullbólusettur. Hann fékk veiruna fyrr í haust en fann ekki fyrir neinum einkennum.

Adams, sem einnig er ljósmyndari, var kominn til Ítalíu til þess að taka ljósmyndir af nokkrum stórstjörnum fyrir dagatal næsta árs. Þá átti hann líka að koma fram á einhverjum viðburðum en ekki er ljóst hvort hann fær að gera það.

Adams hefur áður tjáð sig um kórónuveirufaraldurinn við misjafnar undirtektir. 

„Þökk sé leðurblökuétandi og vírusskapandi græðgisfólki þá er allur heimurinn stopp. Mín skilaboð til þess eru: vertu vegan.“

Þetta fór fyrir brjóstið á mörgum og baðst Adams afsökunar, hann vildi bara hvetja fólk til þess að gerast grænkerar.

View this post on Instagram

A post shared by Bryan Adams (@bryanadams)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert