Sara í Júník skellti sér til Tenerife

Kristján Þórðarson og Sara Lind Pálsdóttir eru mætt til Tenerife.
Kristján Þórðarson og Sara Lind Pálsdóttir eru mætt til Tenerife.

Athafnakonan Sara Lind Pálsdóttir, oft kennd við fataverslunina Júník, skellti sér í sólina suður til Tenerife rétt eftir áramót. Sara fór til eyjunnar grænu ásamt kærasta sínum Kristjáni Þórðarsyni og börnum þeirra tveimur. 

Á Tenerife hittu þau fyrir góða vini, þar á meðal einkaþjálfarann Egil Einarsson, kærustu hans og snyrtifræðinginn Guðríði Jónsdóttur, athafnamanninn Ásgeir Kolbeinsson og Heru Gísladóttur konu hans. Þar eru líka fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Gunnarsson og Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Dj Óli Geir. 

Hópurinn hefur notið lífsins á eyjunni fögru undanfarna daga, gert vel við sig í mat og drykk og drukkið í sig D-vítamínið. Þau fóru einnig í ferð upp í fjöllin og snæddu á veitingastaðnum Finca Tres Roques. 

mbl.is