Sviðakjamma-pítsa vekur athygli í Kanada

Kjamminn er soðinn upp úr bjór og borinn fram með …
Kjamminn er soðinn upp úr bjór og borinn fram með BBQ sósu, ofan á pítsu.

Matseðill pítsastaðarins Ölverks í Hveragerði vakti athygli kanadísku sjónvarpsstöðvarinnar CBC á dögunum. Eðlilega kannski, vegna þess að á matseðlinum er að finna pítsu með sviðakjamma. 

CBC ræddi við Laufey Sif Lárusdóttur, eiganda Ölverks um pítsuna, sem er aðeins tímabundið á matseðlinum í kringum bóndadaginn. Á pítsunni er rjómaosta-rófustappa, ferskur mozzarella, ruccola, hunangsgljáðar gulrætur, Ölverk bjór soðinn sviðahaus penslaður með Ölverk Eldtungu Tað BBQ sósu. 

Í viðtalinu segir Laufey að þetta sé í fyrsta skipti sem boðið er upp á pítsuna á Ölverk og vonast hún til þess að um nýja hefð sé að ræða. Þetta sé tækifæri fyrir yngri kynslóðir Íslendinga sem kannski ekki hafa lyst á hefðbundnum íslenskum þorramat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert