Snjókoma á Santorini

Þarna er vissulega snjókoma á Santorini.
Þarna er vissulega snjókoma á Santorini. Skjáskot/Facebook

Þeir sem lagt hafa leið sína til grísku eyjunnar Santorini einhvern tímann á lífsleiðinni minnast dvalarinnar þar sennilega með mikilli hlýju. Veðursældin og stórkostlegt umhverfið er engu lagi líkt og hefur oftast verið sumarverður þar allt árið um kring. Janúar og febrúar eru köldustu mánuðirnir veðurfarslega á Santorinu en þá er meðalhitinn sagður vera í kringum 16 gráður.

Það breyttist þó á dögunum þar sem veðurguðinn tók upp á því að láta snjóa svolítið á eyjuna. Samkvæmt frétt frá bandarísku fréttastofunni CNN er snjókoma afar sjaldséð sjón á Santorini og Mykonos en snjóbylur hefur gert vart við sig á Grikklandi síðustu daga. Ástandið hefur skapað mikla ringulreið víðast hvar á landinu og hafa þúsundir íbúar og ferðamenn yfirgefið svæðið vegna veðurfarsins.

Það hefur einnig snjóað á grísku eyjunni Mykonos.
Það hefur einnig snjóað á grísku eyjunni Mykonos. Skjáskot/Facebook

Ævintýralegt umhverfi eyjunnar Santorini hefur verið mikið aðdráttarafl ferðamanna til langs tíma. Eyjan saman stendur af bæjum sem liggja hátt uppi á fjallaskarði þar sem hraun og klettar umlykja allt en Santorini stendur á eldgíg sem er megin ástæðan fyrir stórkostlegu landslaginu.

Og svona var umhorfs í Aþenu í dag.
Og svona var umhorfs í Aþenu í dag. AFP

Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa sjaldgæfar myndir frá Grikklandi gengið manna á milli undanfarið og er ótrúlegt að sjá fallegu eyjuna Santorini snævi þakta.

 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert