Breskur leikari spókar sig um á Íslandi

Jack Whitehall og Roxy Horner fyrir utan Hallgrímskirkju.
Jack Whitehall og Roxy Horner fyrir utan Hallgrímskirkju. Skjáskot/Instagram

Breski leikarinn og grínistinn Jack Whitehall nýtur lífsins á Íslandi um þessar mundir. Whitehall er hér á landi með kærustu sinni, fyrirsætunni Roxy Horner. 

Whitehall hefur sinnt ýmsu í gegnum árin. Hann lék í þáttunum Fresh Meat og í Bad Education. Þá lék hann einnig í kvikmyndinni The Bad Education. Hann er reglulegur gestur í þættinum A League of Their Own. Árið 2017 gerði hann Netflix seríuna Jack Withehall: Travels With My Father. 

Skjáskot/Instagram

Whitehall birti mynd af sér og Horner fyrir utan Hallgrímskirkju í gær en þau skelltu sér líka í Bláa lónið í gær. Af Instagram að dæma dvelja þau í grennd við Bláa lónið.

mbl.is