Jómfrúarflug Play til Ameríku

Sveinbjörn Indriðason framkvæmdastjóri Isavia og Birgir Jónsson forstjóri Play.
Sveinbjörn Indriðason framkvæmdastjóri Isavia og Birgir Jónsson forstjóri Play. mbl.is/Guðrún Selma Sigurjónsdóttir

Flugfélagið Play flýgur nú sína fyrstu ferð til Bandaríkjanna. Ferðinni er heitið til höfuðborgarinnar Washington D.C. en flogið er til alþjóðaflugvallarins í Baltimore/Washington og var forstjóri Play, Birgir Jónsson, glaður í bragði þegar hann bauð gesti velkomna við hliðið í Leifsstöð nú eftir hádegi.

Í boði voru veitingar, kaka og drykkir, og hvatti forstjórinn gesti til að drekka vel af víninu svo hann þyrfti ekki að gera það sjálfur. 

Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri, Isavia ávarpaði líka gestina en blaðamaður mbl.is var á staðnum. 

Ferðinni er heitið til höfuðborgarinnar Washington D. C.
Ferðinni er heitið til höfuðborgarinnar Washington D. C. mbl.is/Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
Í boði á flugvellinum voru vín og kökur.
Í boði á flugvellinum voru vín og kökur. mbl.is/Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
mbl.is/Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
mbl.is