Á nektardansstað í New York

Scott Disick er farinn í sólina.
Scott Disick er farinn í sólina. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjörnunni Scott Disick var ekki boðið í þriðja brúðkaup barnsmóður sinnar og fyrrverandi kærustu Kourtney Kardashian og Travis Barker um helgina. Í staðin flaug Disick yfir á austurströnd Bandaríkjanna og sást meðal annars á nektardansstað í New York borg. 

Áður hafði Disick gefið í skyn að hann væri á leið í sólina. Birti hann mynd úr flugvél á sunnudag og skrifaði „Hvert?“ og á næstu mynd skrifaði hann „Næsta stopp, stöndin“.

Disick og Kardashian voru saman í mörg ár og eiga saman þrjú börn á aldrinum sjö til tólf ára. Þau eru á Ítalíu með móður sinni og fengu að vera viðstödd brúðkaupið en þetta er í þriðja skiptið sem þau Kardashian og Barker halda upp á brúðkaupið sitt.

Samsett mynd
mbl.is